Umhverfistofnun - Logo

Frétt

Félag leiðsögumanna á hreindýraveiðum hefur látið gera skotskífu fyrir hreindýraveiðar. Skotskífan sýnir samhverfar myndir af hreinkú á báðum hliðum skífunnar en þó heldur minni en í raunstærð. Á annarri hliðinni er mynd af hreinkúnni í sínum náttúrulegu heimkynnum en á hinni er dýrið á hvítum rúðustrikuðum grunni og brjóshol þess afmarkað með skotmarki. 

Skífan er því tilvalin fyrir veiðimenn að læra að fella dýr með öruggum hætti með því að skjóta fyrst á þá hlið sem sýnir skotmarkið og síðan snúa skotskífunni við og skjóta á dýrið við raunverulegri aðstæður. Að lokinni æfingu er síðan auðvelt að snúa skífunni við og athuga skotgötin á samhverfum hliðum skífunnar. Skotskífunni verður dreift til skotfélaga vítt og breitt um landið með von um að veiðimenn fái eintak afhent sér til fróðleiks og fimi.