Umhverfisstofnun fékk ábendingu frá veiðimanni varðandi fimmskipta listann í hreindýraleyfa útdrættinum. Farið var yfir röðunina á honum og hann endurskoðaður. Endurskoðunin leiddi í ljós mistök þar sem þeir sem fengu úthlutun á veiðitíma árið 2012 en tóku ekki dýr komu ekki inn á fimmskipta listann. Umhverfisstofnun hefur nú lagfært þessi mistök en við það bættust 21 í forgang á biðlista þannig að það voru 76 á fimmskipta lista. Af þessum 76 fengu 28 úthlutun í útdrættinum. Í úthlutunarreglunum Umhverfisstofnunar er það þannig að þeir sem fá úthlutuðu dýri á veiðitíma og hafna missa ekki rétt á því að vera á fimmskipta listanum.
Umhverfisstofnun biðst velvirðingar á þessum mistökum og þakkar fyrir ábendinguna.
Hér má sjá hve margir af fimmskipta lista fengu ekki úthlutun í ár og fara því fram fyrir biðlista.
Svæði | Tarfur | Kýr |
1 | 3 | 1 |
2 | 5 | 2 |
3 | 1 | 0 |
4 | 0 | 0 |
5 | 7 | 4 |
6 | 11 | 1 |
7 | 10 | 3 |
8 | 0 | 0 |
9 | 0 | 0 |
Samtals | 37 | 11 |