Frétt

Drög að hreindýraarði fyrir árið 2012 á ágangssvæði/jarðir hafa verið send út til viðkomandi sveitarfélaga. Samkvæmt reglugerð skulu drögin liggja frammi til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins í tvær vikur. Ekki er heimilt að ljósrita skrána en hlutaðeigandi er velkomið að skrifa upp það sem menn þurfa til að gera athugasemdir. Auglýst er að drögin séu til skoðunar frá  28.11. til 11.12. 2012 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir. 

Skriflegar athugasemdir skulu sendar til:

Umhverfisstofnun
Tjarnarbraut 39
Pósthólf 174
700 Egilsstaðir