Frétt

Síðasti dagur veiðitímabilsins var í gær. Heimilt er að fella hreintarfa til 15. september en hreinkýr til 20. september. Veiðkvótinn var 1009 hreindýr. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu náðist ekki að fella 13 dýr af útgefnum veiðikvóta, sjö tarfa og sex kýr. 

Mörgum úthlutuðum leyfum var skilað áður en veiðitímabilið hófst og var það aðallega vegna þess að margir höfðu ekki þreytt skotpróf en það er öllum skylt að gera sem er úthlutað leyfi. Þetta olli því að mörgum leyfum þurfti að úthluta aftur og ekki tókst að endurúthluta öllum leyfunum þó haft væri samband við fjölmarga umsækjendur á biðlistum. Mikill tími fer árlega í að fara í gegnum biðlista samkvæmt verklagi, en ofan á bættist í ár að margir höfðu ekki þreytt skotpróf.

Í heildina gengu veiðarnar vel en þó þurfti að grípa til þess í meira mæli en áður að opna skörun milli samliggjandi veiðisvæða þar sem dreifing dýranna var að nokkru leyti óhefðbundin.  

Áberandi er hve margir veiðimenn koma til veiða um helgar þannig að þá eru margir veiðihópar á ferðinni á fáum dögum en aðrir dagar eru illa nýttir. Fyrri hluta tímabilsins var veður gott en veðrið var ekki eins hagstætt á seinni hluta veiðitímans og tafði það veiðar eitthvað.

Lokastaða veiða 20. september

 Svæði
 
Kvóti 2012
 Fellt
 Kýr Tarfar
Kýr
Tarfar
 1 og 2
 291 169
290
165
 3  30 45
30
45
 4  10  21  8  21
 5  35  28  35  28
 6  30  46  30  46
 7  120  67  120  67
 8  47  25  45  25
 9.  25  20  24  17
 Samt.  588  421  582  414
 Samt.    1009   996