Frétt

Fyrirkomulag veiðiupplýsinga hefur tekið breytingum til að auka aðgengi þeirra til veiðimanna. Fréttir af veiðunum verða birtar á twittersíðu og þannig hægt sé að nálgast upplýsingar á þægilegan máta bæði í tölvum og símum.

Veiðiupplýsingar nýjar sem og eldri verða áfram aðgenglegar á vef umhverfisstofnunar.

Með því að gerast notandi á twitter og hlaða niður viðeigandi smáforriti (app) þá er hægt að nálgast veiðiupplýsingar í símanum séu menn í netsambandi eða á 3G svæði.

Alltaf er hægt að skoða veiðiupplýsingar á vef Umhverfisstofnunar án þess að skrá sig sem notenda twitter.