Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Veiðireglur

Lundi er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Undantekningar:

  •  Á takmörkuðum svæðum, þar sem eggja- eða ungataka lunda taldist til hefðbundinna hlunninda þann 1. júlí 1994, skulu friðunarákvæði laga nr. 64/1994 ekki vera til fyrirstöðu því að veiðirétthafi megi nytja þau hlunnindi eftirleiðis.
  • Á takmörkuðum svæðum, þar sem veiði fullvaxinna lunda í háf taldist til hlunninda 1. júlí 1994, skulu friðunarákvæði laga nr. 64/1994 ekki vera til fyrirstöðu því að veiðirétthafi megi nytja þau hlunnindi eftirleiðis. Veiðar þessar hefjist ekki fyrr en 1. júlí og ljúki eigi síðar en 15. ágúst.

Samkvæmt reglugerð 765/2017 er heimilt að veiða lunda frá 1. september til 25. apríl.

Veiðitölur fyrri ára

Á undirsíðu Umhverfisstofnunar um veiðitölur má nálgast upplýsingar um veidda lunda eftir landshlutum sem og á landinu í heild.

Líkt og má sjá á myndinni hér að neðan minnkaði lundaveiði mikið á fyrsta áratug þessarar aldar en hefur svo haldist nokkuð stöðug.