Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Gallon ehf. í Örfirisey, Reykjavík. Gallon tekur á móti eldsneyti, geymir það og afgreiðir til viðskiptavina sem fá eldsneyti afhent beint inn á tankbíla. Eldsneyti er einnig afgreitt um lögn beint um borð í skip.

Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að heimilt sé geyma allt að 68.900 m3 af olíu og bensíni í stöðinni á hverjum tíma og þar af olíu í stærsta geymi allt að 7.900 m3 og allt að 8.100 m3 af bensíni.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202401-158, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfisstofnun með slíkt erindi sem fyrst. 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. október 2024.

Tengd skjöl 
Tillaga að starfsleyfi
Umsókn 
Grunnástandsskýrsla