Stök frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Hreindýraveiðitímabili haustsins lauk föstudaginn 20. september.  

Veiðar gengu í heildina vel. Útgefinn veiðikvóti var að mestu nýttur þrátt fyrir rysjótt veðurfar stóran hluta hreindýraveiðitímabilsins. 

Dýrin voru vel á sig komin og felldir voru nokkrir tarfar sem voru yfir 120 kg í fallþunga. 

Óvenjumörgum leyfum var skilað inn seinustu vikurnar og var í nógu að snúast við að endurúthluta leyfum til fólks á biðlistum. 

76 veiðimenn (um 10% veiðimanna) lentu í reglubundnu eftirliti. Þar er meðal annars kannað hvort veiðimenn séu með veiðikort, skotvopnaskírteini og hreindýraveiðileyfi meðferðis. Flestir voru með allt í lagi.

Veiðikvóti ársins var 800 dýr. Alls voru felld 769 hreindýr af þeim 776 sem veiða átti nú í haust.

Tafla yfir dýr sem ekki voru felld:

Svæði Tarfar Kýr
1 2  
4 2
5 1 1
6
1

Nóvemberveiðar fara svo í hönd á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum, það eru  svæði 8 og svæði 9. Alls er heimilt að veiða þar 24 kýr á tímabilinu 1. – 20. nóvember. Þeim leyfum hefur þegar verið úthlutað.