Stök frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Umhverfisstofnun óskar eftir eftirlitsmanni með hreindýraveiðum til starfa á komandi hreindýraveiðitímabili sem hefst 15. júlí næstkomandi. Í starfinu felst almennt eftirlit með hreindýraveiðum skv. 14. gr. laga 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Um er að ræða spennandi eftirlitsstarf í verktöku. Verktakinn getur sinnt verkefninu á sveigjanlegum tímum

Hæfniskröfur:

  • Áreiðanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki
  • Góð staðþekking á Austurlandi
  • Ökuréttindi
  • Reynsla af fjallaferðum
  • Þekking á hreindýraveiðum kostur

Nánari upplýsingar veita Bjarni Jónasson og Skúli Þórðarson í síma 591– 2000 eða með tölvupósti:

bjarni.jonasson@umhverfisstofnun.is

skuli.thordarson@umhverfisstofnun.is

Umsóknarfrestur er til  1. júní 2024. Umsóknum skal skilað á netfangið skuli.thordarson@umhverfisstofnun.is