Stök frétt

Meðal annars verður farið í eftirlit hjá fyrirtækjum sem selja snyrtivörur sem eru framleiddar á Íslandi / Mynd: Canva

Umhverfisstofnun mun fara í eftirlit með innihaldsefnum í snyrtivörum á næstu vikum. Eftirlitið er víðtækara en áður og hluti af evrópsku samstarfsverkefni.  

Hvaða efni verða skoðuð? 

Í eftirlitinu verður athugað hvort snyrtivörur sem eru hér á markaði innihaldi bönnuð efni sem tilheyra:  

Hvaða áhrif hafa þessi efni? 

Báðir þessir efnaflokkar geta haft skaðleg áhrif heilsu.  

PFAS efni eru þekkt fyrir eiginleika sinn til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta meðal annars aukið líkur á skjaldkirtilssjúkdómum, krabbameini í nýrum og eistum, haft áhrif á æxlun og frjósemi og haft áhrif á fæðingarþyngd nýbura.  

Síloxön eru mikið notuð í snyrti- og hreinlætisvörur til að auðvelda notkun varanna, t.a.m. með því að gera krem smyrjanlegri og til að gera innihaldið kekkjalaust. Þau geta meðal annars dregið úr frjósemi og safnast upp í líkamanum. 

Hvernig er þetta eftirlit frábrugðið? 

Í hefðbundnu eftirliti með snyrtivörum er skimað fyrir efnum sem eru bönnuð eða takmörkuð samkvæmt reglugerð um snyrtivörur. Efnin hafa þá sýnt neikvæð áhrif á heilsu manna. 

Í þessu eftirliti verður lögð áhersla á að skoða efni sem snyrtivörureglugerðin sjálf nær ekki utan um en eru takmörkuð eða bönnuð óháð vörutegund. Efnin eru takmörkuð eða bönnuð vegna neikvæðra áhrifa á heilsu manna, annarra lífvera eða umhverfið. 

Hvar verður farið í eftirlit? 

Farið verður í eftirlit hjá fyrirtækjum sem selja snyrtivörur sem eru framleiddar á Íslandi  og fyrirtækjum sem flytja inn vörur frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins. 

Um hvað snýst verkefnið? 

Umhverfisstofnun tekur þátt í samstarfi um efnamál með löndum sem tilheyra ESB og EFTA. Hugmyndin að verkefninu varð til í þessu samstarfsneti.   

Markmið verkefnsins er að vekja athygli á tilteknum takmörkunum í reglugerð nr. 954/2013 um þrávirk lífræn efni (POPs) og reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).  

 

Tengt efni: