Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli á innköllun á vörunni Hágæða kísilhreinsi (Bio-Clean Hard Water Stain Remover). Innflytjandi vörunnar er Marpól ehf.

Umhverfisstofnun barst ábending um að varan væri líklega ekki merkt í samræmi við þá hættu sem gæti stafað af innihaldsefnum hennar.

Eftirlit stofnunarinnar leiddi í ljós að merkingar á umbúðum vörunnar eru ekki í samræmi við ákvæði efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna og upplýsingar sem fyrirtækið afhenti varðandi hættuflokkun hennar. Að auki eru merkingar á vörunni sem gefa til kynna skaðleysi hennar en slíkt er óheimilt. Í ljósi framangreinds stöðvar Umhverfisstofnun markaðssetningu vörunnar tímabundið og gerir kröfu um innköllun.

Þeir sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til Marpól sem er staðsett að Dalbrekku 15, 200 Kópavogi, þar sem nauðsynlegar hættumerkingar vantar.

Tímabundin stöðvun markaðssetningar á Hágæða kísilhreinsi (Bio-Clean) meðan rannsókn stendur yfir