Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir eftir fjórum þátttakendum 60 ára og eldri til þess að taka þátt í alþjóðlegu Erasmus+ verkefni í Portúgal í janúar. 

Skilyrði fyrir þátttöku

Þátttakendurnir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera 60 ára eða eldri.
  • Hafa áhuga á náttúruvernd.
  • Hafa áhuga á sjálfboðaliðaverkefnum.
  • Geta tekið virkan þátt í umræðum um verkefnið.  

Um verkefnið

Umhverfisstofnun stýrir verkefninu, sem kallast Grey4Green. Verkefnið snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra en 60 ára. Löndin sem taka þátt auk Íslands eru Danmörk, Portúgal, Kýpur og Frakkland. 

Markmið Grey4Green er að hvetja þennan aldurshóp til virkrar þátttöku í umhverfismálum (e. active ageing) og stuðla þannig að félagslegum og persónulegum vexti þeirra. 

Mynd: Frá vinnustofu í verkefninu sem haldin var á Kýpur.

Vinnustofur til að deila reynslu

Framundan eru þrjár vinnustofur til þess að móta verkefnið í þátttökulöndunum. Markmið vinnustofanna er að fá eldra fólk sem hefur áhuga að verða sjálfboðaliðar í náttúruvernd til þess að hittast og deila hugmyndum og reynslu sinni. 

Portúgal í janúar 2024

Fyrsta vinnustofan fer fram í Portúgal 22. – 26. janúar 2024. 

Umhverfisstofnun leitar að fjórum þátttakendum til þess að taka þátt fyrir hönd Íslands ásamt fulltrúum frá Umhverfisstofnun. 

Þátttakendur fá styrk fyrir ferðakostnaði, að hámarki 110.000 kr. 

Fyrirlestrar og fræðsla á vinnustofunni fara fram á ensku en fulltrúar frá Umhverfisstofnun geta túlkað ef þörf krefur. 

Gert er ráð fyrir að þátttakendur í vinnustofunni í Portúgal verði um 20 samtals, frá öllum þátttökulöndunum. 

Mynd: Áhugi á náttúruvernd og vilji til þess að taka þátt í umræðum um verkefnið eru meðal skilyrða fyrir þátttöku.

Umsóknafrestur

Frestur til að senda inn umsókn er 1. desember 2023.

Senda inn umsókn um þátttöku

Nánari upplýsingar veitir hjá Julie Kermarec. Netfang: juliek@ust.is  - Sími: síma 661-4390.