Stök frétt

Sigrún Ágústsdóttir fjallaði um störf án staðsetningar á Arctic Frontiers ráðstefnunni.

Forstjóri Umhverfisstofnunar, Sigrún Ágústsdóttir, tók þátt í Arctic Frontiers ráðstefnunni í Tromsø í Noregi dagana 30. janúar - 2. febrúar 2023. Sigrún fjallaði um stefnu íslenskra stjórnvalda um störf óháð staðsetningu og reynslu Umhverfisstofnunar í málstofunni „Moving to and from North“.

Reynsla Umhverfisstofnunar af stefnunni er afar góð. Við samantekt í október sl. átti stofnunin 27% af störfum sem auglýst hafa verið án staðsetningar á vegum íslenska ríkisins.

Forsætisráðherra Noregs var meðal þátttakenda í málstofunni. 

Tækifæri og áskoranir á heimskautasvæðum í brennidepli

Á ráðstefnunni var fjallað um tækifæri og áskoranir á heimskautasvæðunum: Loftslagsbreytingar, umhverfis- og samfélagsmál. 

Stríðið í Úkraínu setti svip sinn á ráðstefnuna meðal annars með viðburði um vistkerfisstjórnun á heimskautasvæðum á átakatímum. 

Mikilvægt að nýta gögn við ákvarðanatöku

Áhugaverð ábending kom fram í máli Dr. Gunnars Sander sem starfar hjá vatnarannsóknum Noregs: Að gögn og upplýsingar sem slík tryggi ekki góða ákvarðanatöku. Við þurfum að einsetja okkur að nýta gögn og upplýsingar sem eru til og haga stjórnkerfinu þannig að vísindi séu nýtt til fulls við ákvarðanatöku og stefnumótun. Slíkt markmið hefur einmitt verið sett í 8. gr. laga um náttúruvernd um vísindalegan grundvöll ákvarðanatöku.   

 

Mynd: Á Arctic Frontiers ráðstefnunni var fjallað um tækifæri og áskoranir á heimskautasvæðunum. 

Tengt efni