Stök frétt

Mynd: 90% starfa hjá Umhverfisstofnun eru auglýst óháð staðsetningu / Steinunn Karlsdóttir, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits á Akureyri.

Á þessu ári hefur 41 starf hjá ríkinu verið auglýst án staðsetningar. Þar af voru 11 störf á vegum Umhverfisstofnunar. Samkvæmt þessu gerir það 27% allra auglýstra starfa án staðsetningar hjá stofnunum ríkisins.  

Hjá Umhverfisstofnun er mikil reynsla af því að laða að og ráða sérfræðinga til starfsstöðva um allt land. Undanfarin 10 ár hefur Umhverfisstofnun auglýst langflest sérfræðistörf sín með vali um að starfsstöðvar vítt og breytt um landið. Sú stefna hefur borið ríkan ávöxt.  

90% auglýstra starfa óháð staðsetningu 

Sérfræðistörf við náttúruvernd eru háð staðsetningu í grennd við þær náttúruperlur sem starfið varðar. Meginreglan er að önnur störf eru auglýst óháð staðsetningu og raunin er sú að yfir 90% starfa eru auglýst á þann hátt.  

Starfsstöðin á Akureyri hefur stóreflst frá stofnun Umhverfisstofnunar árið 2003 þegar þar störfuðu 3 sérfræðingar. Starfsmannafjöldi á Akureyri þar hefur nú u.þ.b. fjórfaldast. Vöxtur á þeirri starfsstöðu hefur þannig verið hlutfallslega meiri en á höfuðborgarsvæðinu.

Markmiðið er að efla þær einingar sem fyrir eru. Starfsstöðvar í náttúruvernd eru oft einmenningsstöðvar.   

Upplýsingarnar um auglýst störf hjá ríkinu eru fengnar frá Fjársýslu Ríkisins. 


Mynd: Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. 

 

Tengt efni: