Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

Um miðjan ágúst var ljóst að mjög fá hreindýr höfðu sést á veiðisvæði 2 og í kjölfarið ákvað  Umhverfisstofnun í samráði við Náttúrustofu Austurlands, hreindýraráð og Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum að nauðsynlegt væri að grípa til eftirfarandi aðgerða:

  • Heimila skaranir yfir á önnur svæði (sjá yfirlit að neðan) sbr. auglýsingu um hreindýrveiðar 2022 frá 26.01.2022 á vef stjórnarráðsins.
  • Beina tilmælum til leiðsögumanna um að hlífa dýrum á svæði 2 eins og kostur er að óbreyttu ástandi.
  • Endurúthluta ekki leyfum sem skilað er inn af svæði 2 og endurgreiða þau að fullu með tilvísan í 10. gr. reglugerðar um stjórn hreindýraveiða (486/2003)
Meginmarkmið aðgerða þessara var að hlífa dýrum á veiðisvæði 2 og virðast aðgerðirnar hafa skilað tilætluðum árangri. Mjög fá dýr hafa verið felld á veiðisvæði 2 síðan þær tóku gildi. Um 50 manns hafa nú skilað inn veiðileyfi sínu á svæði 2. 

Umhverfisstofnun ítrekar að skörun yfir á önnur svæði skal beitt af varfærni og til hennar skal ekki grípa nema að vel athuguðu máli. Rannsaka þarf betur hvað veldur fækkun dýra á svæði 2 á síðustu árum og endurskoða úthlutun kvóta á svæðinu með það í huga.

Yfirlit yfir aðgerðir til að bregðast við ástandi á veiðisvæði 2 árið 2022:

Skörun:
  • Svæði 1 frá og með 1. september 2022: 35 kýr og 21 tarfur 
  • Svæði 6 frá og með 25. ágúst 2022:  10 tarfar
  • Svæði 7 frá og með 25. ágúst 2022:  30 kýr og 10 tarfar
  • Svæði 8 frá og með 25. ágúst 2022: 15 kýr
  • Samtals 80 kýr og 41 tarfar.


Á yfirstandandi veiðitímabili var því :

Heimild fyrir skörun af veiðisvæði 2 yfir á svæði 6, 7 og 8 frá og með 25. ágúst 2022.
Heimild fyrir skörun af veiðisvæði 2 á veiðisvæði 1 frá og með 1. september 2022.