Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Í dag, þann 28. júlí 2022, eru jarðarbúar komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar samkvæmt útreikningum Global Footprint Network. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig.

Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network hafa hannað reiknilíkan til að áætla vistspor þjóða og með því er áætlað hvenær við höfum klárað þau náttúrulegu gæði sem jörðin býður okkur ár hvert. Á ensku kallast dagurinn ‘Earth overshoot day’, þ.e. dagurinn sem við byrjum að vera í skuld við jörðina.

Þolmarkadagur jarðar hefur færst framar jafnt og þétt og áríðandi að snúa þeirri þróun við. Hér má sjá hvernig þróunin hefur verið frá því 1972:

Árið 2012 var þolmarkadagur jarðar 4. ágúst

Árið 2002 var þolmarkadagur jarðar 21. september

Árið 1992 var þolmarkadagur jarðar 15. október

Árið 1982 var þolmarkadagur jarðar 19. nóvember

Árið 1972 var þolmarkadagur jarðar 14. desember

Hér má lesa meira um Global Footprint Network og útreikningana sem búa að baki þolmarkadeginum. Hér má lesa um aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, og hér um stefnu stjórnvalda í átt að hringrásarhagkerfi.