Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Frá mánudeginum 18. júlí næstkomandi til 2. ágúst skerðist skrifstofuþjónusta Umhverfisstofnunar vegna sumarleyfa starfsmanna. Lágmarksþjónustu verður sinnt á þessum tíma og opnunartímar móttöku og skiptiborðs verða með hefðbundnum hætti. 

Við hvetjum fólk til að heimsækja aðrar starfstöðvar okkar um land allt. Þar má nefna gestastofurnar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli,  Mývatni og Hornstrandarstofu á Ísafirði, sýningarnar Séstey / Hverfey um Surtsey í Eldheimum í Vestmannaeyjum og sýningu um Surtarbrandsgil á Brjánslæk. En síðast en ekki síst til að njóta stórkostlegrar náttúru um allt land.

Veiðikort sem greitt er fyrir með millifærslu á bankareikning verða ekki afgreidd á tímabilinu 15. júlí til 8. ágúst. 

Við mælum því með að greiða með greiðslukorti á netinu þvi þá berst rafrænt veiðikort með tölvupósti um leið og greiðsla hefur farið fram.