Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Frá mánudeginum 19. júlí næstkomandi til 3. ágúst skerðist skrifstofuþjónusta Umhverfisstofnunar vegna sumarleyfa starfsmanna. Lágmarksþjónustu verður sinnt á þessum tíma og aðeins þeirri sem telst óhjákvæmileg. Opnunartímar móttöku og skiptiborðs verða með hefðbundnum hætti. 

Við hvetjum fólk til að heimsækja aðrar starfstöðvar okkar, s.s. í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og á Mývatni, sýningu um Surtsey í Eldheimum í Vestmannaeyjum og til að njóta stórkostlegrar náttúru um allt land.

Veiðikort sem greitt er fyrir með millifærslu á bankareikning verða ekki afgreidd á tímabilinu 16. júlí til 10. ágúst.   Við mælum því með að greiða með greiðslukorti á netinu þvi þá berst rafrænt veiðikort með tölvupóti um leið og greiðsla hefur farið fram.