Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Myndin er fengin úr gögnum frá Olíudreifingu ehf

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. í Örfirisey. Breytingin kemur til vegna framleiðslu svokallaðrar verksmiðjuolíu en hún er unnin úr úrgangsolíu sem rekstraraðili tekur á móti.

Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 31. maí til og með 28. júní 2021 og gafst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Umhverfisstofnun gaf á síðasta ári út ráðgefandi álit fyrir framleiðsluvöruna.

Gildistíma starfsleyfisins var ekki breytt og gildir starfsleyfið til 31. janúar 2024 eins og áður.

Olíudreifing, Örfirisey - breytt starfsleyfi