Stök frétt

Myndin er fengin úr gögnum frá Olíudreifingu ehf

Umhverfisstofnun auglýsir breytingartillögu að starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. í Örfirisey. Breytingin kemur til vegna framleiðslu svokallaðrar verksmiðjuolíu en hún er unnin úr úrgangsolíu sem rekstraraðili tekur á móti. Umhverfisstofnun gaf á síðasta ári út ráðgefandi álit fyrir framleiðsluvöruna. Hér ekki um að ræða tillögu að nýju starfsleyfi fyrir starfsemina heldur breytingu á eldra starfsleyfi og er með þessu ekki fyrirhugað að framlengja gildistíma leyfisins sem er til 31. janúar 2024.

Breytingartillagan verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 31. maí til og með 28. júní 2021 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu breytts starfsleyfis verður tekin.

Athugasemdir við breytingartillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. júní 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfisbreytingu við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Umsókn um breytingu starfsleyfis
Breytingatillaga
Ákvörðun um matsskyldu