Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Landverðir Umhverfisstofnunar munu bjóða upp á fjölbreytta fræðsludagskrá í sumar vítt og breitt um landið. Í boði verða gönguferðir og viðburðir þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði börn og fullorðnir. Dagskráin er aðgengileg hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar og samfélagsmiðlum friðlýstra svæða Umhverfisstofnunar á Facebook  og Instagram.
Allir viðburðir eru þátttakendum að kostnaðarlausu og ekki þarf að skrá sig sérstaklega, heldur nægir að mæta á staðinn á auglýstum tíma.


Á Íslandi eru rúmlega 120 friðlýst svæði  sem eru í umsjón Umhverfisstofnunar, Vatnajökulþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs. Nánari upplýsingar um friðlýst svæði eru aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar og á heimasíðum tiltekinna stofnana. Mörg þessara svæða eru tilvalin til útivistar og heilsueflingar, með góða innviði og landverði sem taka vel á móti gestum.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.
 
The park rangers will offer educational guided events guided events in nature conservation areas during the summer and invite you to participate. Both adult and children are welcome to join the hiking tours or shorter walks within the protected areas. The programme’s timetable is available on protected areas’ Facebook page and Instagram. All the events are free of charge, there is no need to register and the meeting point is on site.


There are over 120 protected areas in Iceland managed by the Environment Agency of Iceland, the Vatnajökull National Park and the National Park of Þingvellir. More information about the protected areas are available on the website of The Environmental Agency, as well as the Vatnajökull National Park's and the Þingvellir National Park's. Most of these selected protected areas are popular for outdoors activities and the infrastructures help the visitors to enjoy their experience in nature. The park rangers can't wait to meet you during the summer!