Stök frétt



English below 

Vegagerðin mun opna veg 208 í Landmannalaugar í Friðlandi að Fjallabaki laugardaginn 12. júní. Landverðir og skálaverðir eru mættir til starfa og undirbúa nú opnun svæðisins og munu taka vel á móti öllum á laugardaginn.
Vegur F208 um Fjallabak nyrðra og vegur F225 um Dómadal verða áfram lokaðir og staðan tekin á þeim eftir helgina. Umhverfisstofnun vill vekja athygli á því að náttúran á hálendinu er viðkvæm á þessum árstíma þar sem gróður er að vakna til lífsins og frost að fara úr jörðu. Það er því mikilvægt að ganga einungis á göngustígum þar sem þeir eru til staðar og hlífa gróðri fyrir öllu traðki. Nokkrar gönguleiðir eru lokaðar tímabundið á Landmannalaugarsvæðinu þar sem er mikil aurbleyta. Þetta eru m.a. gönguleiðir á Suðurnámur og um Vondugiljaurar.
Sýnum náttúrunni virðingu og stöndum vörð um hana saman. 

The road no. 208 to Landmannalaugar in Fjallabak Nature Reserve will open on Saturday 12th of June. Rangers and wardens are preparing for opening the area and will be there to welcome you on Saturday. The road F208 on the northern part of Fjallabak and road no. F225 will remain closed for a while. Please respect the nature in the highlands which is very sensitive at this time of year due to seasonal thawing. Please walk only on marked trails for protection of vegetation and help us protect the nature.