Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Daníel Freyr Jónsson

AKSTUR FJÖLMIÐLA AÐ GOSSTÖÐVUM 2022

 

 

Í ljósi aðstæðna á svæði við gosstöðvar í Geldingadölum hefur Umhverfisstofnun uppfært skilyrði í heimild fjölmiðla vegna aksturs utan vega að gosstöðvunum samanber eftirfarandi: 

Leyfi fyrir fjölmiðla vegna aksturs utan vega að gosstöðvunum
Á grundvelli 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 heimilar Umhverfisstofnun fjölmiðlum, sbr. 2. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, fyrir sitt leiti akstur utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum eftir leið um Einihlíðar og Meradali vegna kvikmyndatöku sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. 

Merktar gönguleiðir eru að gosstöðvunum og skulu þær almennt notaðar. Þessi  heimild skal aðeins nýtt ef búnaður til kvikmyndatöku er of þungur til að hægt sé að bera hann á tökustað. 

Heimildin er bundin eftirfarandi skilyrðum: 

  • Allar ferðir skulu tilkynntar til vettvangsstjórnar á svæðinu og skal fylgja fyrirmælum hennar í hvívetna. 
  • Vettvangsstjórn er heimilt að takmarka eða loka fyrir aðgengi að svæðinu, s.s. vegna öryggis, veðurs, aðstæðna eða fjölda bíla á svæðinu. 
  • Ökutæki sem notuð eru við verkefni skulu vera að lágmarki á 38“ dekkjum og hleypa skal úr dekkjum til að takmarka ummerki eftir aksturinn. 
  • Ökumenn skulu hafa reynslu af akstri við krefjandi aðstæður. 
  • Aðeins skal nota þessa heimild ef brýna nauðsyn ber til. 
  • Takmarka skal fjölda ferða og farartækja eins og kostur er.
  • Hverjum aðila er aðeins heimilt að aka leiðina einu sinni fram og til baka á dag.
  • Allar ferðir skulu skráðar á heimasíðu Umhverfisstofnunar 


Ákvörðunin gildir til 26. maí 2021.

Umhverfisstofnun mun breyta ákvörðuninni ef aðstæður á svæðinu breytast.
Nánari upplýsingar er að finna hér.