Stök frétt

Umhverfisstofnun kynnir tillögu að breytingu á ákvæði 4. gr. um mannvirkjagerð og orkurannsóknir auglýsinga nr. 367/2020 um friðlýsingu verndarsvæðis á Norðausturlandi – háhiti Gjástykkissvæðis og nr. 433/2020 um friðlýsingu verndarsvæðis á Reykjanesskaga – háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Kynning á breytingum auglýsinganna er unnin í samræmi við þá málsmeðferð sem lýst er í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd. Í málsmeðferðinni felst að Umhverfisstofnun skal gera drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta.
 
Frestur til að skila athugasemdum við breytingartillögurnar er til og með 31. mars 2021. Að kynningartíma loknum tekur Umhverfisstofnun saman umsögn um framkomnar athugasemdir við breytingunum og vísar tillögu að breytingu auglýsingar til ráðherra.

Nánari upplýsingar um Gjástykkissvæðið
Nánari upplýsingar um Brennisteinsfjallasvæðið