Umhverfistofnun - Logo

Jarðhitasvæði Brennisteinsfjalla, rammaáætlun

Breyting á friðlýsingaskilmálum Brennisteinsfjalla í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar 

 Umhverfisstofnun kynnti tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis á Reykjanesskaga – háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar þann 24. júlí 2019 og var veittur frestur til 30. október 2019 til að skila athugasemdum. Í kjölfarið vísaði stofnunin tillögu að friðlýsingu svæðisins til umhverfis- og auðlindaráðherra til staðfestingar. Þann 25. apríl 2020 undirritaði umhverfis- og auðlindaráðherra friðlýsingu Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar sbr. auglýsing nr. 433/2020 í B-deild Stjórnartíðinda.  

 Eftir staðfestingu friðlýsingarinnar kom í ljós að leiðrétta þurfi ákvæði 4. gr. auglýsingarinnar um mannvirkjagerð og orkurannsóknir þar sem ákvæðið tekur ekki til rafafls heldur einungis varmaafls.  Með vísan í 3. mgr. 3. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 leggur Umhverfisstofnun nú fram til kynningar breytingar á 4. gr. um mannvirkjagerð og orkurannsóknir í auglýsingu nr. 433/2020 um verndarsvæði á Reykjanesskaga – háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar.

  Ákvæði auglýsingarinnar er svohljóðandi: 

Orkuvinnsla varmaafls með uppsett varmaafl 50 MW eða meira innan marka svæðisins er óheimil. Ekki er heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu á verndarsvæðinu vegna virkjunar jarðvarma með uppsett varmaafl 50 MW eða meira.  

Breytt ákvæði auglýsingarinnar verður svohljóðandi: 

Orkuvinnsla varmaafls með uppsett varmaafls 50 MW eða meira og  jarðvarma með uppsett rafafl 10 MW eða meira innan marka svæðisins er óheimil. Ekki er heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu á verndarsvæðinu vegna virkjunar jarðvarma með uppsett varmaafl 50 MW eða meira og virkjunar jarðvarma með uppsett rafafl 10 MW eða meira.  

Önnur ákvæði auglýsingarinnar eru óbreytt.

Kynning á breytingum auglýsingarinnar er unnin í samræmi við þá málsmeðferð sem lýst er í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd. Í málsmeðferðinni felst að Umhverfisstofnun skal gera drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta.  

Frestur til að skila athugasemdum við breytingartillöguna var til og með 31. mars 2021.  

Frekari upplýsingar veita Freyja Pétursdóttir og Hildur Vésteinsdóttir  591-2000 eða á netföngunum freyjap@ust.is og hildurv@ust.is.