Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Hleðslustaur

Í anda hugsunarháttar gegn sóun, hafa jólasveinarnir arkað grænum skrefum til byggða í ár. Við hjá Umhverfisstofnun fögnum þessari jákvæðu þróun! Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla, hvetjum við ykkur til að velja ykkur nokkra uppáhalds og tileinka ykkur siði þeirra á nýju ári!


Gleðileg jól og farsælt umhverfisvænna komandi ár.

1. Hleðslustaur kemur fyrstur með rafmagnaða orku 
2. Ruslaplokka er iðin við að plokka rusl um allar trissur 
3. Nýtnir passar upp á að endurnota allar umbúðir, föt, mat og annað sem fellur til 
4. Skammtamælir er mikill nákvæmnismaður sem passar að ekkert fari úr hófi 
5. Sokkastoppa læðist í sokkaskúffur barnanna á nóttunni og skilur eftir bætta sokka að morgni 
6. Skefill skefur ekki bara vandlega úr pottunum heldur öllum umbúðum sem hann kemst í tæri við 
7. Hjólabuna þeysist um bæinn á tryllitækinu sínu 
8. Leifasvelgur veit ekkert betra heldur en að komast í afganga 
9. Restafrystir nýtir það sem er eftir þegar bróðir hans er orðinn saddur og hendir í frystinn 
10. Gluggaþéttir er í óðaönn að þétta alla glugga og loka þeim sem hafa gleymst opnir 
11. Dekkjaskelfir, óþekktaranginn sá, læðist um og skiptir út nagladekkjum fyrir heilsársdekk 
12. Pokakrækir krækir sér í plastpoka og skiptir þeim út fyrir margnota poka 
13. Flöskusníkir fer um allan bæ og sníkir flöskur sem hann gefur svo til styrktar góðra málefna