Stök frétt

Mynd: Fabian Blank

Allir reikningar frá ríkissjóði og ríkisstofnunum eru orðnir rafrænir og gildir það frá og með 1. maí 2020. Markmiðið er að lækka viðskiptakostnað allra aðila, nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins með auknu framboði stafrænnar þjónustu og framfylgja umhverfissjónarmiðum.

Fjársýslan og ríkisstofnanir sjá um að senda reikningana út til viðskiptavina. Þeir eru aðgengilegir í pósthólfinu á Ísland.is . Jafnframt er í boði að fá reikninga senda rafrænt í gegnum skeytaþjónustu. Reikningar eða greiðsluseðlar sem verða rafrænir varða t.d. þing- og sveitarsjóðsgjöld, bifreiðagjöld, þungaskatt, sektir, komugjöld og fleira.

Áætlað er að um 200 m.kr. sparist á ári með því að nýta rafræna reikninga, m.a. með lækkun prentkostnaðar og póstburðargjalda.


Lesa má fréttina í heild sinni á vef Stjórnarráðsins
Sjá ákvörðun Fjármála- og efnahagsráðuneytisins um rafræna reikninga.