Stök frétt

Umhverfisstofnun, ásamt sveitarfélaginu Reykhólahreppi og landeigendum, kynnir hér með áform um endurskoðun á friðlýsingu Flateyjar á Breiðafirði. 

Áform um friðlýsingu skulu kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga. Gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 25. maí 2020.

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Sjá nánar hér.