Umhverfistofnun - Logo

Flatey á Breiðafirði

Flatey á Breiðafirði

Umhverfisstofnun hefur vísað tillögu um endurskoðun á friðlýsingu Flateyjar á Breiðfirði, sem friðlandi, til umhverfis- og auðlindaráðherra.
Samstarfshópur, skipaður fulltrúum frá Umhverfisstofnun, sveitarfélaginu Reykhólahreppi, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Ríkiseignum, Minjastofnun Íslands, Framfarafélagi Flateyjar og ábúendum í Flatey, hefur undanfarna mánuði unnið tillögu að endurskoðun á friðlýsingu Flateyjar á Breiðafirði. 

Áform um endurskoðun á friðlýsingu Flateyjar voru auglýst þann 23. mars 2020. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum var til 25. maí 2020.

Alls bárust tvær  athugasemdir og gerð er grein fyrir þeim í Umsögn um framkomnar athugasemdir um kynningu á áformum um endurskoðun á friðlýsingu Flateyjar á Breiðafirði. 


Tillaga að endurskoðaðri friðlýsingu friðlandsins í Flatey sem unnin var af samstarfshóp var lögð fram til kynningar þann 5. október 2020 í samræmi við 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir var til 6. janúar 2021. Tillagan sem lögð var fram byggði á því samtali sem hafði átt sér stað á vettvangi samstarfshóps og þeim athugasemdum sem áður höfðu borist. Tillagan var send ábúendum og landeiganda þar sem m.a. réttur til bóta var kynntur. Auk þessa var tillagan birt á vefmiðlum Umhverfisstofnunar og send samráðs-og hagsmunaaðilum. Sérstaklega var óskað eftir umsögnum fagstofnana sem ekki áttu sæti í samstarfshópnum. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.


Þann 12. apríl 2021 vísaði Umhverfisstofnun tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu friðlands Flateyjar á Breiðafirði til umhverfis- og auðlindaráðherra, í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Fram kom að Umhverfisstofnun lítur svo á að samkomulaghafi náðst um endurskoðun á friðlýsingu friðlandsins í Flatey á Breiðafirði við ábúendur, landeiganda og sveitarfélag.

Tillaga að endurskoðaðri auglýsingu um friðland í Flatey á Breiðafirði 

Flatey - kort 

Flatey - hnitaskrá