Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Reykjagarð hf. til þauleldis með stæðum fyrir allt að 60.000 kjúklinga á hverjum tíma í eldishúsum að Jarlsstöðum í Rangárþingi ytra. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 14. desember 2018 til 12. janúar 2019.

Um ræðir þauleldi holdakjúklinga. Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lyktar frá eldinu þar sem losun er á ammoníaki (NH3) frá húsdýraáburði (hænsnaskít) sem dreift er á landið í kringum Jarlsstaði og hefur rekstraraðili samning við Rangárbú ehf. um að taka við húsdýraáburði frá búinu. Að mati Umhverfisstofnunar eru áhrif mengunar minniháttar og afturkræf og munu því ekki hafa varanleg áhrif á umhverfið en jafnframt er hægt að grípa til aðgerða ef aðstæður breytast með ákvæðum í starfsleyfi.

Skipulagsstofnun ákvarðaði að starfsemin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum í ákvörðun sinni dags. 16. maí 2017.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. janúar 2019.

 

Tengd skjöl: