Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nú hafa þeir rekstraraðilar sem voru án frávika í eftirliti síðasta árs, fengið merki Umhverfisstofnunar um frávikalaust fyrirtæki 2017 inn á fyrirtækjasíðuna sína. Eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar óskar þessum frávikalausu fyrirtækjum til hamingju með góðan árangur og gott viðhorf í umhverfismálum.

Alls fengu 49 fyrirtæki merkið fyrir árið 2017.  Merkið er einungis birt fyrir það ár sem farið er í eftirlit. Þau fyrirtæki sem sæta eftirliti aðeins annað hvert ár, fá því einungis merki það ár sem eftirlitið fer fram.

Árið 2017 sættu alls 126 rekstraraðilar eftirliti. Hlutfall frávikalausra fyrirtækja er 39%, nokkru lægra en fyrri ár. Árið 2014 stóðu rekstraraðilar sig einna best, þá var hlutfall frávikalausra fyrirtækja  67%.

Eftirlit ársins 2018 fer vel af stað. Rekstraraðilar eru hvattir til að taka vel á móti eftirlitsmönnum og setja umhverfismál í forgang, því þau eru hagur allra þegar til lengri tíma er litið.