Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun vill benda á að haldnir verða tveir opnir fundir á næstu dögum vegna kynningar á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hornstrandir. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málin betur eru velkomnir.

Fyrri fundurinn verður fimmtudaginn 14. júní klukkan 16:30 á Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík – Loftið.

Viku síðar, fimmtudaginn 21. júní klukkan 20:30 í Háskólasetrinu á Ísafirði, fer svo fram annar fundur um sama málefni.