Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Vegagerðin hefur opnað veg F208 í Landmannalaugar. Vegur F225 um Dómadal verður áfram lokaður um óákveðinn tíma og aðrir vegir innan friðlandsins þar sem vegir eru mjög blautir og snjóalög enn til staðar og hætta er á skemmdum á vegum og utan vega akstri. Umhverfisstofnun minnir á að það er lögbrot að fara inn á veg framhjá merkinu allur akstur bannaður.

Sumar á hálendinu er mjög stutt og vaxtartími gróðurs að sama skapi stuttur. Gróður er því mjög viðkvæmur fyrir öllu raski og umferð gangandi fólks getur jafnvel skilið eftir sig varanlegar skemmdir á gróðrinum. Í Landmannalaugum eru svæði sem eru enn undir snjó eða mjög blaut vegna leysinga. Gróður er sérstaklega viðkvæmur á þessum árstíma þar sem hann er að vakna úr dvala og verst ekki átroðningi. Af þeim sökum verða ákveðnar gönguleiðir út frá Landmannalaugum lokaðar um óákveðinn tíma eða þar til svæðin hafa þornað og jafnað sig eftir leysingar.

Umhverfisstofnun vill árétta að mikilvægt er að einungis sé gengið á merktum göngustígum þar sem þeir eru til staðar. Aldrei skal ganga á grónu mosavöxnu svæði þar sem það getur tekið mosa áratugi að vaxa aftur. Landverðir verða daglega í Landmannalaugum í sumar og veita upplýsingar um ástand gönguleiða í samstarfi við skálaverði Ferðafélags Íslands. Mikilvægt er að við stöndum saman vörð um náttúruna og stuðlum að góðri ferðahegðun.

Information in English

The road F208 to Landmannalaugar has been opened. Road F225 will remain closed until condition changes, as other roads in the nature reserve Fjallabak that are still covered with snow. Entering closed areas is lawbreaking.

Summer in the highlands is short and the vegetation is very sensitive for trampling. Some areas in Landmannalaugar are still covered with snow or are very wet due to thawing conditions. For that reason, some paths will be closed until conditions change. It’s very important that guests walk only on designated paths for nature protection. Moss is particularly sensitive for trampling and  it can take it decades to regrow. Help us to protect the nature by following the rules in each nature conservation areas.