Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út umhverfisskýrslu um grænt bókhald innan stofnunarinnar.

Meðal helstu niðurstaðna fyrir árið 2017 eru að notkun á hreinlætis- og ræstiefnum minnkaði milli ára. Þá jókst hlutfall umhverfisvottaðra vara. Magn úrgangs minnkaði um 703 kg, eða tæp 14%. Munar mestu um minni lífrænan úrgang og pappír. Endurvinnsluhlutfall hækkaði upp í 88%.

Áfram verður unnið að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum við rekstur stofnunarinnar. Árið 2018 verður nýtt til að skilgreina betur bókhaldið, setja ný markmið, bæta og innleiða losunarbókhald og setja loftslagsmarkmið.

Sjá skýrsluna hér