Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Sótt er um leyfi til að taka á móti allt að 500 tonnum af spilliefnum á ári.

Fyrirtækið hefur áður verið með starfsleyfi fyrir sömu starfsemi á lóðinni en helsta mengunarhætta er af starfseminni stafar er ef spilliefni berast í frárennsli. Er í núverandi starfsleyfi krafa um að safnþró sé á frárennsli sem hafi ávallt a.m.k. 6 m3 rými til að taka á móti spilliefnum ef þau fara í frárennsli.

Einnig getur stafað hætta af sprengifimum og rokgjörnum efnum.

Unnið er úr umsókninni og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir við framkvæmdina áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin.