Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nú eru skotvopna- og veiðikortanámskeið 2018 komin út á vef Umhverfisstofnunar. Námskeiðin eru um 40 og má finna víða um landið, þótt flest þeirra fari fram í Reykjavík. Hægt er að skoða yfirlitið á www.veidikort.is og í gegnum vefinn skráir fólk sig á námskeið og millifærir námskeiðsgjöld sbr. upplýsingar þar um.

Mikilvægt er að lesa sér vel til áður en námskeið hefst, þ.e. kennslubækurnar sem greint er frá á síðunni sem og hvaða gagna þarf að afla og koma til lögreglu minnst 10 dögum fyrir dagsett skotvopnanámskeið. Aðeins þeir sem hafa fengið samþykki lögreglunnar mega sitja skotvopnanámskeið og þreyta próf.

Hvatt er jafnframt til þess að fólk taki æfingatíma á skotvöllum undir leiðsögn fagaðila innan skotfélaganna áður en komið er á námskeið.

Munið að nýta tímann vel og skipuleggja vel fram í tímann.