Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. Grasið er horfið á stórum bletti. Næsta skref er að endurheimta gróðurþekjuna innan girðingar. Tvær gönguleiðir eru að fossinum. Meðfram hlíðinni að austan og eftir áreyrunum að vestan.