Stök frétt

Kynningarfundur um merkingar á efnavöru fyrir atvinnulífið verður haldinn þann 5. apríl 2017 í samvinnu Umhverfisstofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Félags atvinnurekenda.

Frá og með 1. júní 2017 taka nýjar reglur um merkingar á efnum og efnablöndum alfarið gildi og þar með lýkur aðlögunartímabili sem veitt var fyrir efnavörur sem merktar höfðu verið samkvæmt eldri reglum um merkingar. Merkingar samkvæmt eldri reglum verða þar með óheimilar. Það er ábyrgð þeirra sem markaðssetja hættuflokkaðar efnavörur að þær séu merktar samkvæmt gildandi reglum. Tilefni kynningarfundarins er að upplýsa atvinnulífið um reglur um flokkun og merkingu efna og efnablandna þannig að þeir sem markaðssetja eða nota hættuflokkaðar efnavörur fái leiðbeiningar um hvernig þeim beri að uppfylla skilyrði gildandi reglugerða.

Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, þann 5. apríl 2017, kl. 10:00-12:00.

Dagskrá:

10.00-10.05        Opnun

10:05-10:15        Efnalögin og eftirlit með efnavörum

Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri

10:15-10:25        Öryggisblöð - flæði upplýsinga í aðfangakeðjunni

Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri

10:25-10:45        Flokkun og merking á efnavörum, ábyrgð fyrirtækja og eftirlit

Einar Oddsson, sérfræðingur

10:45-11:00        Hlé

11:00-11:20        Flokkun og merking á efnavörum, ábyrgð fyrirtækja og eftirlit frh.

Einar Oddsson, sérfræðingur

11:20-11:30        Þvingunarúrræði og viðurlög

Maríanna Said, lögfræðingur

11.30-12:00        Umræður

Fundarstjóri: Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins.

Þess má einnig geta að kynningarfundurinn verður sendur út með fjarbúnaði í gegnum Facebook síðu Samtaka iðnaðarins.