Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út losunarleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf., kt.500210-1250, Berghólabraut, Helguvík, Reykjanesbæ. Leyfið veitir Thorsil leyfi til losunar á gróðurhúsalofttegundum, í samræmi við I.viðauka laga nr.70/2012 um loftslagsmál og heimild til að sækja um úthlutun á endurgjaldslausum losunarheimildum.

Rekstraraðilum er falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir ber að hafa losunarleyfi, vakta losun frá starfstöð sinni og skila árlega vottaðri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegund frá starfstöð sinni.

Samhliða útgáfu losunarleyfis hefur Umhverfisstofnun samþykkt vöktunaráætlun Thorsil ehf. þar sem fram kemur hvernig losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni skuli vöktuð.

Fyrir liggur tillaga að starfsleyfi fyrir Thorsil ehf. Losunarleyfið öðlast þegar gildi og er ótímabundið, en skal vera endurskoðað af Umhverfisstofnun eigi sjaldnar en á fimm ára fresti og gerðar á því breytingar, ef þörf er.