Stök frétt

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar með merkingum og innihaldslýsingum tauþvottaefna var framkvæmt haustið 2015. Farið var í eftirlit í 13 verslanir og samtals voru skoðaðar 69 vörur frá 12 birgjum. Þar af voru 35 vörur (51%) frá 8 birgjum með frávik.

Á tauþvottaefni sem flutt eru inn frá löndum utan Evrópu vantaði allar skyldubundnar merkingar og fullnægjandi upplýsingar um innihaldsefni í 7 tilvikum af 9, en um það gilda samræmdar reglur í Evrópu. Vörur frá Evrópu voru yfirleitt í lagi frá framleiðanda, en íslenskir birgjar hafa margir hverjir ekki uppfært hættumerkingar í samræmi við nýja merkingarlöggjöf.

Helstu frávik voru eftirfarandi:

  • Hættumerkingum er ábótavant.
  • Þyngdarhlutföll innihaldsefna koma ekki fram.
  • Skammtastærðir ekki tilgreindar miðað við þrenns konar hörku vatns.
  • Ekki kemur fram hvort uppgefin fjöldi þvotta sé fyrir mjög óhreinan þvott eða fyrir lítið óhreinan þvott.
  • Texti merkinga á öðrum tungumálum en íslensku, ensku eða Norðurlandamáli.
  • Nafn, heimilisfang og símanúmar ábyrgðaraðila innan EES svæðisins vantar.

Eftirfarandi verslanir og birgjar voru í úrtaki í verkefninu og við val á verslunum var lögð áhersla á að fara sem víðast um landið. Öllum birgjum sem voru með frávik voru sendar kröfur um úrbætur og hafa þeir uppfyllt þær.

Verslanir

 

Birgjar

Kostur, Kópavogi

 

Aðföng ehf.

Megastore, Kópavogi

 

Iceland ehf.

Rekstrarvörur, Reykjavík

 

ÍSAM ehf.

Hagkaup í Skeifunni, Reykjavík

 

John Lindsay hf.

Samkaup úrval, Ólafsfirði

 

Kostur ehf.

Krónan, Reyðarfirði

 

Nathan & Olsen hf.

Nettó, Selfossi

 

Rekstrarvörur ehf.

Kjarval, Þorlákshöfn

 

Samkaup hf.

Iceland í Engihjalla, Kópavogi

 

Sema ehf.

Fjölval, Patreksfirði

 

Heilsa ehf.

Fjarðarkaup, Hafnarfirði

 

Kaupás hf.

Víðir í Skeifunni, Reykjavík

 

Mjöll-Frigg hf.

Bónus, Borgarnesi

 

 

Mikilvægt er að tryggja að tauþvottaefni sem og önnur þvotta- og hreinsiefni á markaði séu örugg og uppfylli kröfur reglugerða um merkingar og innihaldsefni. Markmiðið með eftirlitsverkefninu var að hafa eftirlit með tauþvottaefnum hér á landi, stuðla að úrbótum, auka neytendavernd og fræða birgja og söluaðila um þær reglur sem gilda.