Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Veiðdagbókin 2016 er nú aðgengileg hér á vef Umhverfisstofnunar ásamt öllum dagbókum frá upphafi. Veiðidagbókin 2016 er eingöngu gefin út á rafrænu formi og er það liður í umhverfisstefnu stofnunarinnar. Meðal efnis í bókinni í ár eru greinar um fuglaflensu í veiðitegundum, refastofninn og stofnþróun lunda. Einnig er að finna hefðbundið efni líkt og veiðitölur undanfarinna ára, úthlutanir úr veiðikortasjóði og upplýsingar um refa- og minkaveiðar sveitarfélaga.

Tengd skjöl