Stök frétt

Höfundur myndar: honnuhus.is

Alvarlegur augnskaði og eitranir eru dæmi um skaða sem börn geta orðið fyrir ef þau komast í návígi við efnavörur á heimilinu og því er mjög brýnt að fræða þau um þessar hættur og hættumerkin. Í nýju samnorrænu kennsluefni www.hönnuhús.is læra nemendur á yngri stigum hvernig þeir eiga að þekkja hættuleg efni á borð við stíflueyði, grillkveikilög og hreinsiefni, og hvers vegna það er mikilvægt að meðhöndla slík efni af varúð.

Markmiðið er að kenna nemendum í 2.-6. bekk grunnskóla að þekkja hættumerkin. Um leið er vefsíðan aðgengileg börnum á netinu og geta foreldrar skoðað Hönnuhús með þeim.

„Það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að geyma og meðhöndla efnavörur á heimilum á réttan og öruggan hátt, en með því að fræða börn um mögulegar hættur sem af þeim stafa vonumst við til að minnka líkurnar á slysum. Þar að auki er mögulegt að börnin geti frætt foreldra sína um það sem þau hafa lært, t.d. að efni eins og klósetthreinsir og töflur í uppþvottavélar eigi að vera geymd á stöðum þar sem börn geta ekki nálgast þau. Á þennan hátt getur öll fjölskyldan notið góðs af verkefninu,“ segir Lena Valdimarsdóttir hjá Umhverfisstofnun sem er ein af stofnununum á bak við verkefnið.

Vefsíðan „Huldar hættur á heimili Hönnu“ er þróuð í samvinnu fimm Norðurlanda: Íslands (Umhverfisstofnun), Danmerkur (Miljøstyrelsen), Svíþjóðar (Kemikalieinspektionen), Noregs (Miljødirektoratet) og Finnlands (Tukes) með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.

Hönnuhús er aðgengilegt á öllum fimm tungumálunum auk ensku á eftirfarandi vefslóðum: