Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Vakt er hjá Umhverfisstofnun vegna strands Akrafells við Vattarnes og aðgerðaráætlun Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu Íslands og Samgöngustofu hefur verið virkjuð. 

Fulltrúi Umhverfisstofnunar og mengunarvarnarbúnaður er á leið á staðinn ef á þarf að halda. Á þessari stundu er einnig verið að draga út olíuvarnargirðingu í varúðarskyni. Engin merki eru um að olía leki frá skipinu.