Stök frétt

Nýjar friðlýsingar í Garðabæ verða staðfestar af umhverfis- og auðlindaráðherra við athöfn í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ kl. 16 í dag, miðvikudaginn 30. apríl. Við sama tækifæri mun fjármála- og efnahagsráðherra undirrita yfirlýsingu um samþykki fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna þess hluta friðlýsingarinnar sem lýtur að Vífilsstaðahrauni.

  • Hraunahlutar Búrfellshrauns þ.e. Garðahraun, Vífilsstaðahraun og Maríuhellar, samtals 156,3 hektarar að flatarmáli, verða friðlýstir sem fólkvangur. Auk umhverfisráðherra mun fjármálaráðherra staðfesta friðlýsingu Vífilsstaðahrauns sem er í landi Vífilsstaða, í eigu ríkisins. 
  • Búrfell, Búrfellsgjá og eystri hluti Selgjár, samtals 323 hektarar að stærð verða friðlýst sem náttúruvætti. 

Samtals eru svæðin sem verða friðlýst 480 ha að flatarmáli. 

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar munu einnig undirrita samninga um umsjón hraunanna, Búrfells og Búrfellsgjár milli Umhverfisstofnunar og Garðabæjar. Samkvæmt samningnum tekur Garðabær að sér umsjón hinna friðlýstu svæða og skuldbindur sig til að gæta þeirra og upplýsa almenning um varðveislugildi þeirra.

Búrfell og gjárnar eru innan marka Reykjanesfólkvangs.

Áður hafa verið friðlýst í Garðabæ:

Samtals 723,2 hektarar að stærð.

Friðlýstu svæðin búa yfir náttúruperlum á heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni tekur Garðabær á sig þá ábyrgð að vernda þau til framtíðar.

Maríuhellir í Garðabæ.

Maríuhellir.