Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English
Stök frétt
Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðsgjald er kr. 147.000. Námskeiðið hefst 13. febrúar og lýkur 9. mars n.k. og spannar rétt tæpar 100 klukkustundir. Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum. Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu. Námskeiðið er háð því að næg þátttaka fáist.
Umsóknum skal skilað bréflega til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið ust@ust.is fyrir 5. febrúar 2014. Í umsókn komi fram nafn, kennitala, heimilisfang, stutt ferilskrá, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1994 eða fyrr.
Nánari upplýsingar veitir Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun.
Námskeiðslýsing
Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður á vormánuðum 2014. Jón Björnsson sérfræðingur á Hornstrandastofu sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins. Námskeiðið spannar tæpar 100 kennslustundir sem raðast niður á fjórar vikur. Það hefst 13. febrúar og lýkur 9. mars. Nemendur sem ljúka landvarðanámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu.
Markmið
Markmið námskeiðsins er að tryggja framboð af hæfum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum. Kennt er samkvæmt námskrá Umhverfisstofnunar og reglugerðar um landverði, nr. 061/1990.
Starf að námi loknu
Allmargir landverðir eru ráðnir til starfa a friðslýstum svæðum ár hvert. Þeir sem ljúka landvarðarnámskeiði öðlast rétt til að starfa sem landverðir. Eftirspurn eftir landvörðum og framboð reyndra landvarða ræður mestu um hve margir nýútskrifaðir fá vinnu. Námskeiðið er því ekki trygging þess að hljóta vinnu á friðlýstum svæðum, en möguleikarnir eru mun meiri.
Kennsla - stundaskrá
Námskeiðið verður kennt milli kl. 17:00 og 21:00, alls átta kvöld og fjórar helgar milli klukkan 09:00 og 16:00 (sjá stundaskrá). Fjögurra daga vettvangs- og verkefnaferð verður á námskeiðinu þar sem gist verður utan höfuðborgarsvæðisins. Námskeiðið verður boðið sem staðarnám og fjarnám. Fjarnemar hafa skyldumætingu í vettvangs- og verkefnaferðina og lokahelgina.Staðsetning
Námskeiðið verður haldið á 5. hæð í húsnæði Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. Allir fyrirlestrar eru sendir beint út en verða teknir teknir upp og settir á netið í lok hvers dags.
Nemendur
Nemendum af öllu landinu gefst kostur á að taka þátt. Lágmarksaldur þátttakenda er 20 ára á árinu. Lágmarksfjöldi þátttakenda til að námskeið verði haldið er 25 og hámarksfjöldi 30.
Námskeiðsgjöld
Námskeiðsgjöld eru 147.000 kr og standa undir öllum kostnaði við námskeiðið. Námskeiðsgjald skal greiða eða semja um greiðslu þess áður en námskeiðið hefst, eða eigi síðar en 6. Febrúar 2014. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru kennsla, kennslugögn og vettvangsferðir. Einnig fæðis- og gistikostnaður vegna verkefnaferðarinnar. Boðið er uppá kaffi og te á námskeiðsstað. Nemendur eru hvattir til þess að hafa með sér nesti kvöld og helgar á Suðurlandsbraut, en einnig er þar hægt að kaupa ávexti, skyr og annað smávægilegt. Námskeiðið er styrkhæft hjá mörgum starfsmenntunarsjóðum.
Leiðbeinendur, val og reynsla
Leiðbeinendur eru reynslumiklir starfsmenn, landverðir og starfsmenn annarra stofnana. Lögð er áhersla á leiðbeinendur með víðtæka reynslu og þekkingu á starfssemi verndarsvæða og störfum landvarða. Margir þeirra hafa kennt árum saman á landvarðarnámskeiðum.
Lögð er rík áhersla á að nemendur fái góða þjónustu og kennslu. Jafnframt að námið sé nytsamt og gagnist nemendum þó þeir starfi ekki við landvörslu. Leiðbeinendur eru meðvitaðir um þennan þátt og undirbúa kennslu sína með hag nemenda að leiðarljósi.
Mat á frammistöðu nemenda
Nemendur taka þátt í öllum hópverkefnum sem lögð verða fyrir. Fjarnemar leysa sérverkefni í þeim námskeiðum sem lenda utan staðarlota. Einnig skulu nemendur leysa önnur verkefni sem kennarar leggja fyrir. Heimavinna er í formi lesturs á ítarefni sem lagt verður fyrir, einstaklingsverkefna o.fl. Mat verður lagt á frammistöðu nemenda á námskeiðinu og þeir sem ekki standast matið geta ekki útskrifast.
Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning
Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Jón Björnsson í síma 591 2000 eða í gegnum tölvupóst. Umsóknum skal skilað bréflega til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið ust@ust.is fyrir 5. febrúar 2013. Í umsókn komi fram nafn, kennitala, heimilisfang, stutt ferilskrá, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1994 eða fyrr.
Stundaskrá
Dags: |
Efni og helstu aðferðir: |
Lengd. |
Tími. |
13. feb |
Kynning á námskeiði |
1 klst. |
17-18 |
13. feb |
Helstu störf landvarða. Saga landvörslu. |
4 klst. |
18-22 |
14. feb |
Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála |
4 klst. |
17-21 |
15. feb |
Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála |
7 klst |
9-16 |
16. feb |
Náttúrutúlkun |
6 klst. |
9-15 |
20. feb |
Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga |
4 klst. |
17-21 |
21. feb |
Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga |
4 klst. |
17-21 |
22. feb |
Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga Gestir friðlýstra svæða, þjónusta, samskipti og hagsmunaaðilar |
2 klst.
4 klst |
9-11
11-15 |
23. feb |
Gestir friðlýstra svæða, þjónusta, samskipti og hagsmunaaðilar |
6 klst. |
9-15 |
27. feb |
Vettvangsferð |
8 klst. |
13-21 |
28. feb |
Náttúrutúlkun undirbúningur fyrir gönguferðir |
10 klst. |
9-19 |
1. mars |
Náttúrutúlkun, gönguferðir |
10 klst. |
9-19 |
2. mars |
Náttúrutúlkun og heimferð |
4 klst. |
10-14 |
6. mars |
Vinnustaður landvarða |
4 klst. |
17-21 |
7. mars |
Öryggisfræðsla, fyrirlestrar og vettvangsferðir |
4 klst. |
17-21 |
8. mars |
Öryggisfræðsla, fyrirlestrar og vettvangsferðir |
6 klst |
9-15 |
9.mars |
Verndaráætlun, mat á gildi verndarsvæða |
8 klst. |
9-17 |
9.mars |
Lok námskeiðs |
2 klst. |
17-19 |
Fréttin var uppfærð þann 7.1.2014.