Tilkynnt var um væntanlega framkvæmd til Skipulagsstofnunar sem tók ákvörðun um matsskyldu þann 24. júní 2010. Starfsemin er þegar hafin og er með undanþágu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Við ákvörðun á skilyrðum starfsleyfistillögunnar er litið til upphaflegrar tilkynningar á verkefninu til Skipulagsstofnunar, starfsleyfisskilyrða sambærilegra fyrirtækja, aðstæðna á Grundartanga og drög að skýrslu Evrópusambandsins um bestu fáanlega tækni fyrir sambærilega starfsemi sem heitir „Best Available Techniques (BAT) Reference Document for the Non-Ferreous Metal Industries, Draft 3 (February 2013)“.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar á tímabilinu 7. ágúst til 2. október 2013. Hér að neðan má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar, auk lóðarteikninga, byggingarleyfis og deiliskipulags á staðnum.
Umhverfisstofnun hyggst halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillögu fyrir Kratus þann 4. september n.k. í Fannahlíð, Hvalfjarðarsveit, kl. 17. Stefnt er að því að á fundinum verði einnig kynnt starfsleyfistillaga fyrir GMR ehf.