Stök frétt

Höfundur myndar: Gísli Jónsson

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn HB Granda hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Akranesi. Stofnunin hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 1000 tonnum af hráefni á sólarhring. 

Tillagan lá frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu Akraneskaupstaðar, á tímabilinu 21. maí til 16. júlí 2013.

Uppfært - 20.9.2013

Umhverfisstofnun hefur öðru sinni tekið um það ákvörðun að framlengja áður auglýstan athugasemdafrest vegna tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölverksmiðjuna á Akranesi. Þessi framlenging á frestinum er til komin vegna óskar þar um frá Akraneskaupstað og vegna athugasemda frá bæjarbúum. 

Nýr frestur til að skila inn athugasemdum um tillöguna er til 30. september næstkomandi.

Áður framlengdur frestur var til 23. september.

Tillöguna og fylgögn má einnig nálgast hér fyrir neðan. 

Gögn