Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings. Í boði er starf hjá stofnun þar sem að leiðarljósi eru höfð fagmennska, samvinna, framsýni og virðing.

Helstu verkefni sérfræðingsins verða eftirlit með mengandi starfsemi en Umhverfisstofnun hefur eftirlit með margvíslegri starfsemi, sem getur haft í för með sér mengun.

Hæfniskröfur 

Gerð er krafa um háskólapróf á sviði náttúruvísinda eða verkfræði. Framhaldsmenntun í umhverfisfræðum eða framangreindum greinum og/eða reynsla af sambærilegri stjórnsýslu er æskileg.

Auk framangreindra hæfniskrafna, verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni lagðar til grundvallar við ráðstöfun starfsins:

  • Skipulagshæfileikar, nákvæm og markviss vinnubrögð
  • Þekking á umhverfismálum og umhverfisáhrifum mengandi starfsemi 
  • Hæfni í framsetningu upplýsinga á skrifaðri og talaðri íslensku
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum 
  • Hæfni í ensku og einu norðurlandamáli 

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. 

Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða starfannsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjenda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu. 

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2013. Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is.

Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman.