Stök frétt

Stefnt er að því að námskeiðið verði haldið á Egilsstöðum 9.-12. júní 2011 en námskeiðið er liður í að fá réttindi til að gerast leiðsögumaður með hreindýraveiðum en veitir ekki sjálfkrafa réttindi til þess.

Námskeiðsgjaldið er 160.000 kr og eru námskeiðsgögn innifalin í verði. Um er að ræða forskráningu en frekari upplýsingar um námskeiðið verða sendar á þá sem skrá sig. Þátttakendafjöldi miðast við 30 manns en fleiri námskeið verða haldin verði eftirspurn meiri en það. Fari svo að fleiri en 30 sækja um verður raðað á námskeið eftir því hvenær umsóknir berast.

Umhverfisstofnun áskilur sér rétt til að fella námskeiðið niður verði þátttaka ekki næg eða upp komi aðrar ástæður sem leiða til þess að námskeiðshaldið verði ekki fýsilegt.

Eingöngu verður tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfi á hreindyr.is en opnað verður fyrir skráningu kl.12 mánudaginn 9. maí.

Umsóknafrestur er til og með 16. maí 2011.