Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Stök frétt

Umhverfisstofnun barst tilkynning frá Landhelgisgæslunni í morgun þess efnis að hvítabjörn hefði sést í Hælavík á Hornströndum. Haft hefur verið samband við þá ferðamenn sem vitað er um á staðnum en þeir sem vita um ferðir fólks á svæðinu eru beðnir um að hafa samband við þá og greina frá stöðu mála en einnig láta lögregluna á Ísafirði vita af ferðum fólks.

Umhverfisstofnun vinnur nú að viðbrögðum í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.

Árið 2009 var unnin skýrsla starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði í júní 2008 til tillögugerðar um viðbrögð vegna hugsanlegrar landtöku hvítabjarna á Íslandi.